Sunday, August 7, 2011

Djamm: Er þetta virkilega þess virði?

Já, ég ákvað loksins að hætta að tala bara og gera loksins eitthvað í þessu. Ég er búin að vera á leiðinni að byrja að blogga aftur síðan síðasta haust (jejeje, alveg að verða komið ár). Ætla að byrja á að prófa þetta bloggsvæði og sjá hvernig mér líkar þetta, sjáum svo hvernig þetta þróast.

Í kvöld þá ákvað ég að hætta því að vera veik og skelti mér í vinnuna góðu. Eftir vinnu þurfti ég að labba niður allan Laugarveginn og Austurstrætið með Kristínu minni til að komast í bílinn okkar. Í þreytunni minni eftir púl  næturinnar átti ég  auðvelt með að einbeita mér að umhverfinu og ég get ekki sagt annað heldur en að þetta hafi fengið mig til að hugsa smá. Við mættum stelpu sem að var með sokkabuxurnar á hælunum og velti sér um á götunni. Ég held að allir sem hafi verið í 20-30 metra radíus hafi séð nærfötin hennar. Á þessum sama tíma kemur til mín strákur og fer að spjalla - eða allavega reyna það, gekk frekar illa hjá honum sökum þess hve mikið tungan var að þvælast fyrir honum. Ég allavega gaf honum tækifæri og svaraði honum og virti hann aðeins fyrir mér. Ótrúlega úfið hár, þrútin húðin og blóðsprunginn augu, og annað augað var meira segja svo slæmt að öðru megin við augasteininn var hvítan orðin alveg rauð. Voðalega fallegt. Ég kunni samt ekki við að spyrja hvort hann hafi lent í einhverjum slagsmálum. Ég sá einfaldlega ekki tilganginn í því, hefði hvort eð er örugglega ekkert skilið hverju hann hafði svarað. Þegar við keyrðum framhjá leigubílaröðinni skoðaði ég fólkið sem var að bíða, allir ógeðslega sjúskaðir. Stelpurnar annað hvort standandi á táslunum eða hangandi utan í hvor annarri, make-upið runnið til og komið langt niðrá kynn. Strákarnir álíka subbulegir með hamborgar eða einhvern feitan mat, sumir búnir að klína sósu á sig, aðrir búnir að rífa fötin sín í slagsmálum og enn aðrir svo haugafullir að þeir gátu einfaldlega ekki staðið í fæturna. En jæja, svo fer fólkið heim að sofa. Og svo kemur næsti dagur og við tekur þynnkan, og ekki er hún nú skárri. Ógleði, hausverkur, sviminn, máttleysið.. rosalegt stuð.

Eftir að hafa séð þetta svona og upplifað þetta þá spyr ég: er þetta í alvörunni þess virði? Er það þess virði að eyða peningunum sínum í eitthvað sem að maður man ekki daginn eftir? Er það þess virði að eyða peningunum sínum í eitthvað sem dregur fram þá hlið af manni sem maður þekkir ekki einu sinni sjálfur?

Fyrir mig er svarið einfalt.  Nei. Hvað með þig?

No comments:

Post a Comment