Saturday, March 15, 2014

Söngkeppni Framhaldsskólanna

Ég fékk það skemmtilega verkefni um helgina að farða fyrir myndatökur út af söngkeppni framhaldsskólanna. Keppnin sjálf er þó ekki haldin fyrr en eftir nokkar vikur á Akureyri.


Við vorum 3 stelpur úr MOOD sem fórum í þetta verkefni hjá SagaFilm, 2 úr morgunhópnum og svo ég úr kvöldhópnum. Mjög skemmtileg og góð reynsla sem liggur í því að farða fyrir svona stórt batterí eins og söngkeppnin er. Ég pósta kannski inn myndum með næsta bloggi - annars hvet ég fólk til að horfa á keppnina þetta árið, kannski ég læðist þarna á mynd í nokkur skipti. ;)

- Ágústa Íris

1 comment: