Thursday, March 6, 2014

Förðunarfræði? Tjékk!!!

Fyrir 8 vikum þá byrjaði ég í förðunarfræði í Mood MakeUp School, námið kláraðist í síðustu viku og útskrifast ég með Diploma gráðu í förðunarfræði á morgun! Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og spennandi nám og myndi ég hiklaust mæla með þessu fyrir stelpur sem eru ekki alveg öruggar á því hvert þær vilji stefna í lífinu. Ég kynntist helling af yndislegum stelpum sem mér þykir mjög vænt um í dag - og er planið að halda upp á útskriftina með þeim! Ég viðurkenni alveg að ég er að springa úr tilhlökkun!

Hérna koma inn nokkrar myndir úr náminu og skólanum.


Smá selfie í fashion tíma


Tímabilaförðun eftir mig


Brúðarförðun eftir mig


Smokey förðun eftir mig


Þórey að gera catwalk - mjög skemmtileg útkoma! 


Vinnuaðstaðan mín í skólanum


Helen að leika sér aðeins með tímabilin (og ég þurfti auðvitað að taka selfie)


Litla sárið sem kennarinn gerði á mig í SPFX tímanum


...og svo fékk ég svona fallegt glóðurauga líka.


Selfie með Sylviu (verður maður ekki að eiga nokkrar svona?)

Svo er ég líka búin að vera dugleg að setja myndir af makeupinu mínu á facebook.

En jæja, ég held ég segi þetta gott í bili :)

- Ágústa Íris

No comments:

Post a Comment