Að vera stelpa er ekki alltaf góð skemmtun. Gott dæmi er þegar verslanirnar fyllast af nýjum vörum. Ég er í þeirri krísu núna að mér líður eins og mér vanti bara allan heiminn - þó svo að það sé kannski ekki endilega satt þegar upp er staðið.
Þar sem ég stunda ræktina mikið og er mikið fyrir kósígallan rata íþróttafötin því oft ofarlega á listann. Það sem er því efst á óskalistanum núna eru nýju Nike Pro hlýrabolirnir. Þessir bolir eru rosalega þæginlegir og flottir í sniðinu - og svo er litagleðin ekki af verri endanum.
Þessir tveir eru svona þeir litir sem heilla mig mest.
Ljósbleikur - Þarf ég að segja meira? Þessi litur er klárlega uppáhalds.
Appelsínugulur - Þessi er rosa flottur og væri æði í sumar.
Mér finnst samt myndirnar ekki sýna alveg rétta liti, en bolirnir hafa ekki þennan gráa tón sem myndin sýnir.
En jæja, ætla að segja þetta gott í dag, ætlaði bara að henda inn einni stuttri bloggfærslu svona fyrst ég hef ekki bloggað í meira en 2 mánuði.
- Ágústa Íris
No comments:
Post a Comment