Monday, December 23, 2013

Spennandi tímar framundan: Nýr skóli og ný markmið!

Alltof langt síðan ég hef bloggað síðast - enda búið að vera brjálað að gera hjá mér síðustu vikur. En ég ákvað að láta aðeins vita af mér. Mikið í gangi þessa dagana (og búið að vera í gangi síðustu vikurnar) og er ég rosalega spennt fyrir komandi mánuðum.

Svona til að byrja á byrjuninni þá ákvað ég að taka mér aðeins pásu (já, pásu - er ekki hætt) frá FÁ vegna smá "innri ágreinings" á milli mín - og já... mín, og ákvað ég þá að láta 5 ára draum rætast. Planið er að byrja í Mood School of MakeUp núna í byrjun janúar og eyða næstu 8 vikum þar. Ég er svo spennt að ég er að bilast og get ekki beðið eftir að jólin og áramótin klárist svo ég geti fengið að takast á við næstu áskorun. Þetta verður svo gaman.

Ég hef alltaf svoldið verið í "að vera talker" pakkanum, í stað þess að framkvæma hlutina - og ég hata það. Fannst komin tími á að snúa þessu við og ákvað því að slá til. Lífið er alltof stutt og því ætti maður ekki að eyða því í vitleysuna sem fylgir því að vera ekki hamingjusamur.


Næsta mál á dagskrá. Eins og kannski margir vita þá hef ég tekið þá ákvörðun að stefna á mótið í apríl og ákvað að breyta aðeins til og fá Jóhann Norðfjörð IFBB dómara og einkaþjálfara til liðs við mig, og mun hann vera mér til halds og trausts fram að móti. Er búin að vera hjá honum í fjarþjálfun í nokkrar vikur og líkar bara rosa vel. Í þetta skiptið eru aðrar áheyrslur og önnur markmið - get ekki beðið eftir því að byrja niðurskurðinn og rútínuna sem fylgir fitness-lífstílnum. Ég mun vera dugleg að pósta myndum á instagramið mitt fyrir þá sem vilja fylgjast með.

Jóhann Norðfjörð IFBB dómari og Einkaþjálfari

Síðustu vikur hafa einkennst af prófalestri, æfingum og vinnu. Jólaopnun í smáralindinni byrjaði rétt áður en ég kláraði prófin svo ég hef nánast verið að vinna hvern einasta dag síðan ég kláraði prófin - mikið verður það ljúft að komast í laaaaangþráð frí á morgun (auðvitað eftir klukkan 1 - vinnudagur á morgun). 

Jólin verða með smá breyttu sniði þetta árið því í fyrsta skipti mun ég ekki eyða aðfangadagskvöldi með foreldrum mínum og bræðrum á Selfossi. Mér fannst komin tími á að fullorðnast aðeins og eyða kvöldinu með Dóra mínum og fjölskyldunni hans. Mér finnst það pínu skrítið að knúsa ekki pabba og mömmu á morgun kl. 6, en þetta á eftir að vera rosalega gaman.

Fína kæróparið - EKKI í íþróttafötum.


En jæja, ég held ég láti þetta duga í bili, læt vonandi heyra í mér aftur á milli jóla og nýárs.

- Ágústa Íris

No comments:

Post a Comment