Thursday, September 22, 2011

Fæðubótaefnin mín!

Svona í tilefni þess hvað mér gekk vel í mælingunni í gær þá ákvað ég að henda í eitt svona lítið fæðubótaefnablogg. Skrifa niður svona helstu fæðubótaefni sem ég hef verið að nota síðustu 2 mánuði. :)

Gold Standard 100% Whey Caramel Toffee Fudge frá ON


Án efa besta prótein sem ég hef smakkað. Slær algjörlega á nammilöngunina (þeir sem þekkja mig vita hvað ég elska karamellusósu mikið). Ég hef líka verið með Jarðaberja, vanillu og súkkulaði minntu, en mér finnst þetta lang best. Ég er bæði að blanda það í sjeika og bara í vatn, en svo fékk ég þá snilldar hugmynd um daginn að setja eina skeið af próteininu í hreint KEA skyr og hræra það saman - algjört æði!
Próteinið er frá ON og keypt hjá Perform.is.

Herbalife Formula 1 næringarsjeik
Hef notað Herbalife Formula 1 sjeikinn í ár núna í september og er að elska hann. Er endalaust að koma með nýjar hugmyndir af sjeikum og alltaf verður hann betri og betri. Er svo sannarlega búin að komast að því að það þarf æfingu í að búa til MJÖG góðan sjeik - alveg eins og að elda mjög góðan kjúkling. Uppáhaldsbragðið mitt er jarðaberja og blanda ég hann oftast í eplasafa, hreint skyr og jarðaber. En núna er ég búin að vera að nota súkkulaði og blanda hann í 1 sk af Karamellupróteini (sjá ofar), 50 mg hafra mjöl og vatn. Og ég get alveg sagt það með fullri alvöru að þetta er það besta sem ég fæ - og ég fæ að borða það 2 sinnum á dag!!!!!! (nammi hvað? segi ég nú bara - þetta er svo miklu betra heldur en Twix eða eitthvað álíka karamellu-súkkulaði nammi).

Herbalifeline

Herbalifeline eru Omega-3 fitusýrur frá Herbalife sem ég er að taka 3 sinnum á dag 2 töflur í senn. Ég hef fundið mikin mun á mér síðan ég byrjaði að taka þær og þá sérstaklega með einbeitingu, en ég hef alltaf átt erfitt með hana, alveg síðan í 1. bekk í grunnskóla.

Herbalife Multivitamin


Fjölvítamín frá Herbalife. Ég tek þau 3 sinnum á dag 1 töflu í senn.

Amino Energy


Pre-workout drykkur frá ON. Til í 3 bragðtegundum og bragðast eins og nammi. Drekk þetta á morgnanna fyrir brennsluæfingu og hálftíma fyrir lyftingaræfingu á kvöldin. Gefur mér smá aukaboost svo ég get gert mitt besta á æfingu. Keypt í Perform.is

Tang Kuei

Tang Kuei eru töflur frá Herbalife sem eru sérstaklega hannaðar fyrir konur. Ég tek 2 töflur fyrir svefninn og þær slá á harðsperrur, liðaverki, tíðaverki  og aðra "kvennlega" verki - algjör snilld fyrir manneskjur eins og mig sem fá morðóaðar harðsperrur. Finn gífurlegan mun eftir góða æfingu þegar ég tek þessar töflur, mæli hiklaust með þeim fyrir þá sem fá slæmar harðsperrur.

100% Gold Standard Casein Protein


Casein prótein frá ON. Tek eina skeið rétt fyrir svefn á kvöldin til að líkaminn nái að vinna sem best á nóttunni á meðan ég sef. Ég hef notað vanillu en smakkaði súkkulaði um daginn og fannst það mjög gott, líklegt að ég noti það næst. Próteinið er keypt í Perform.is

Þetta er svona það helsta sem ég er að nota þessa dagana. En svo eru nokkur fleiri efni sem ég er að nota reglulega, t.d. Yellow tablets (Herbalife), Trefjar (Herbalife) og Brennslute (Herbalife). Skrifa kannski smá um þær vörur í næsta bloggi. En þangað til næst... 

Later!



No comments:

Post a Comment