Sunday, December 18, 2011

Jólapakkar, hár og ræktin!

Allt of langt síðan ég bloggaði síðast, en ég hef bara verið með massíva ritstíflu síðustu vikurnar og svo er líka búið að vera brjálað að gera - og ekki er það að lagast. Jólageðveikin í vinnunni aðeins farin að segja til sín og ég held að þetta eigi bara eftir að versna, enda bara 5 dagar til jóla! Allir á fullu að versla jólagjafir - voða gaman. Vonandi á maður eftir að eiga feeeitan pening um mánaðarmótin. *krossar fingur*.

Eeeeeen yfir í annað...

Í síðasta bloggi var ég að pæla í hárlit... Svona til að koma með smá update þá fann ég lausn á því máli ásamt honum Stjána á Sjoppunni. Við ákváðum að taka smá flipp og lita það Rauð-brún-fjólublátt. Kemur rosalega flott út. Reyni að pósta inn mynd sem fyrst (þegar myndavélin á tölvunni minni dettur í hug að vara að virka). 

Í síðustu viku þá byrjaði ég í fjarþjálfun hjá henni Lindu Jóns og mér finnst hún algjört æði. Fékk hjá henni svakalegt æfingarplan. Fyrsta daginn byrjaði hún að skamma mig fyrir að vera með of létt lóð - haha! Flott þetta Ágústa! Svo fékk ég matarprógrammið hjá henni núna í lok síðustu viku og ég fékk smá sjokk, þetta módel-fitness prógramm verður sko ekki auðvelt, svo mikið er víst. En jæja, þetta verður bara skemmtilegt.

Smá mynd af idolinu mínu...
Nicole Wilkins á Arnold Classic í febrúar á þessu ári. Aðeins of flott stelpan! :)

En jæja, ég þarf að fara að drífa mig að fara að sofa. Klukkan orðin alltof margt, æfing og langur vinnudagur á morgun. 

Þangað til næst....

- Ágústa Íris

No comments:

Post a Comment