Monday, March 19, 2012

Do not praise for an easy life, pray for the strength to endure a difficult one

18 DAGAR!!!!!

Núna fer þetta allt að styttast, ekki nema 2 vikur og nokkrir dagar í þetta og spennan farin að segja aðeins til sín. Er búin að bóka tíma í neglur, litun, greiðslu, plokk og lit, förðun og svo má ekki gleyma myndatökunni. Vikan fyrir mót verður eitthvað... Sem betur fer verð ég í fríi 2 daga fyrir mót svo þessi vika fer bara í útréttingar og bjútítrítment fyrir stóra daginn. VÁ hvað ég hlakka mikið til!!!

Niðurskurðurinn gengur svona ágætlega - held ég. Fór í mælingu í síðustu viku og var þá búin að taka af mér 1,7% á einni og hálfri viku, sem er í raun mjög gott - en ég þarf að fara neðar. Er eitthvað smá vesen á ákveðnum líkamspörtum hjá mér sem virðast bara ekki ætla að gefa sig, en þeir kveðja vonandi á næstu dögum og í vatnslosuninni. *krossarfingur* Annars er það mæling aftur í dag og á föstudaginn (held ég), sjáum hvort að ég nái mér ekki meira niður núna. Þetta skal takast!!!


Ég hef verið að fá svoldið af spurningum um hvaða fæðubótaefni ég sé að nota svo ég gerði síðu hérna á blogginu þar sem ég setti inn helstu fæðubótaefnin mín, allt fæst þetta í Perform.is, enda eru þeir klárlega með bestu fæðubótaefnin. 

Ég ætla svo að reyna að setja inn uppskriftir og þannig skemmtilegt þegar ég hef tíma, en það er nú ekki mikið um hann þessa dagana. Æfingar, vinnan og svefn tekur allan minn tíma, en við sjáum hvað ég get gert. :)

Maður væri nú ekki að hata það að vera með svona maga, er það?

En jæja, þetta verður nú ekki lengra í dag! 

- Ágústa Íris

No comments:

Post a Comment