Monday, March 26, 2012

I may not be there yet, but I'm closer than I was yesterday.

10 DAGAR!!!


Nú er orðið alltof stutt í þetta, ekki nema bara 3 dagar í vatnslosun og 4 dagar í páskafrí. Ég ákvað að vera smá sniðug og taka mér nokkra daga í páskafrí frá vinnunni vegna þess hvað það verður mikið að gera hjá mér vikuna fyrir mót. Litun, plokk og lit, neglur, brúnkusession, klósettferðir (Vatnslosun - woop woop!), æfingar og sveeeefn. Vá hvað ég hlakka til!

Ég fór í mælingu á föstudaginn sem gekk mjög vel, enda búin að vera sjúklega dugleg í vikunni. Svo var það bara nammidagslaus helgi og mæling aftur í dag, hlakka til að sjá hvernig hún kemur út.

Mig grunar að það séu nú ekki margir sem lesa bloggið mitt, eða kommenta á það. Samt er ég búin að fá svona leiðindarkomment. Auðvitað var kommentið nafnlaust svo ég myndi ekki fatta hver það væri sem fynndi fyrir þessari þörf til að rakka niður aðra. Ég veit að margir myndu láta svona niðrandi komment draga sig niður og láta sér líða illa yfir því, en mér til mikillar undrunar þá er ég ekki ein af þeim. Það að einhver segji mér að ég geti ekki gert hitt og þetta angrar mig ekki. Það er einfaldlega ekki annara að segja til um hvað ég er fær um að gera. 

Ég veit mæta vel að ég verð ekkert flottasta gellan á sviðinu, en mér er alveg sama. Ég er að fara að keppa við stelpur sem hafa keppt oft áður. Margar þeirra með áralangan bakgrunn í íþróttum eða búnar að hafa langan tíma til að bæta sig. Ég er sjálf búin að bæta mig rosalega og er búin að ná mjög góðum árangri, bæði líkamlega og andlega. Og fyrir mér er það allt sem þetta á að snúast um. Að keppa við sjálfan sig og gera sitt besta. Svo ég fer sátt á svið. :)

Svona í tilefni þess að ég er loksins komin með smá sjálfstraust og farin að líða aðeins betur með sjálfan mig þá ákvað ég að púsla saman einni svona "fyrir/eftir" mynd. :)


Fyrri myndin er tekin fyrir svoldið löngu síðan, seinni myndin er svo tekin fyrir 2-3 vikum síðan. Þyrfti eiginlega að fara að taka aðra, geri það örugglega á mánudaginn í næstu viku.:)

En jæja, þetta er komið gott í bili.

- Ágústa Íris

10 comments:

  1. Flottur árangur hjá þér! Mátt sko vera mjög stolt af sjálfri þér! :)
    Kveðja Anna Ester

    ReplyDelete
  2. Vá!! Shit þú ert svo dugleg!! :D
    KV Emma

    ReplyDelete
  3. Vá flottur árangur! Rétt hjá þér að láta þessi leiðindakomment ekki hafa áhrif á þig. Svona fólk er bara að rakka aðra niður til þess að láta sér líða betur. Gangi þér ótrúlega vel með rest! :)

    ReplyDelete
  4. Þetta er rétti andinn að láta ekki rakka sig niður með leiðindakommentum, og fást ekki um það að keppinautarnir séu kannski sigurstranglegri en þú. Stærsti sigurinn er nefnilega þegar unninn. Þú ert nefnilega búin að sanna fyrir sjálfri þér og öllum öðrum að þú getur þetta, þótt þú hafir þurft að borða kattamat í öll mál í nokkrar vikur.
    Ég hlakka mikið til að sjá þig á sviðinu og er ofsalega stoltur af stelpuskottinu mínu. Go girl!!!
    kv. Pabbi.

    ReplyDelete
  5. þú lætur mig líta illa út fyrir leti mín KV Eyþór

    ReplyDelete
  6. Ég þekki þig ekkert en ég verð nú bara að segja að þú ert búin að standa þig rosalega vel, þvílíkt flottur árangur! Gangi þér áfram vel :)

    ReplyDelete
  7. Ert duglegust Ágústa mín! og verður flottust á sviðinu í apríl ;)
    Það skín alltaf af þér dugnaður og þrjóska sem hefur heldur betur skilað sér í hrikalegum flottum árangri!

    Kv. Ásdís Karen

    ReplyDelete
  8. Þú ert bara flottust! :D
    Hlakka til að koma og hvetja Þig áfram sæta! :D
    Haters gonna hate.. we dont care ;*

    -Anna Lovísa <3

    ReplyDelete
  9. Ekkert smá flottur árangur enda metnaðurinn uppá 10!
    Verður aðal kroppurinn á sviðinu!

    kv. Brynjar Ögmunds ;)

    ReplyDelete
  10. Ótrúlegt, maður heyrir mörg hrós og svo kemur ein neikvæð umsögn og maður tekur bara mark á henni.

    Viðkomandi er bara abbó, staðreynd ! ;)

    ReplyDelete