Friday, March 30, 2012

Lokaspretturinn: Sigurvegarinn?

6 Dagar!!!!

Ég vil byrja á að segja hvað ég er ánægð með öll þau komment sem ég fékk á síðustu bloggfærslu og hvað ég er þakklát fyrir þann stuðning sem ég hef fengið í gegnum þetta ferli hjá mér. Þetta hefur verið miserfitt en ég viðurkenni alveg að síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar og tekið mjög á andlegu hliðina hjá mér. Stressið, efasemdirnar um að maður séu í nógu góðu formi, áhyggjurnar að allt fari eins og planað á keppnisdag... svo mikið sem maður þarf að pæla í – og listinn er bara rétt að byrja.

Það hefur komið ósjaldan fyrir að ég er við það að fara að grenja úr stressi og áhyggjum, og hringi í annað hvort mömmu eða Kristínu til þess eins að fá smá pepp og til að rétta hausinn aðeins af. Þetta sport er erfitt og tekur á öllum hliðum á lífinu – líkamlegu, andlegu og félagslegu. En þetta sýnir virkilega hvers megnugur maður er. Og ég er eiginlega búin að komast að því að ef ég get þetta – þá get ég allt. (...Ókei kannski ekki allt, en ansi mikið.) 

Þetta tímabil hefur kennt mér mjög margt. Bæði um sjálfan mig, næringu, æfingar og skipulagningu. Áður en ég byrjaði þá var ég 30% í fitu og 64 kg. Ég borðaði ekki fisk, skyr (nema bara bragð og sykurbætt) tómata, gúrku,  eða annað almennilegt grænmeti. Ég borðaði oft skyndibita og nammi, nennti mjög sjaldan að elda mér eitthvað, fór aldrei að sofa á kvöldin og æfði mjög óreglulega. Ég var svakalega óörugg og forðaðist eins og ég gat að fara í sund eða koma mér í aðstæður þar sem ég þyrfti að vera á hlýrabol eða í öðrum þröngum fötum fyrir framan mikið af fólki. Bara það eitt að fara úr hettupeysunni á æfingu í laugum var stórt skref fyrir mig og reyndi rosalega á taugarnar.
(gömul mynd þar sem ég var ekki upp á mitt besta)

Í dag er ég í kringum 50-51 kg og 12-13% í fitu. Ég vakna alla virka morgna kl. 7 og fer á brennslu, lyfti svo á kvöldin eftir vinnu. Ég elda mér alltaf hafragraut á morgnanna, borða 2-3 heitar máltíðir á dag sem ég elda sjálf og innihalda oftar en ekki fisk, tómata, gúrkur eða eitthvað sem ég hef aldrei verið hrifin af – og mér finnst það gott (nema túnfiskur, hann er enþá ógeð og mun alltaf vera. En ég borða hann nú samt). Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta en einn af þeim hlutum sem ég sakna mest í niðurskurði er hreina skyrið mitt, get einfaldlega ekki lýst því hvað ég hlakka til eftir mót að fá mér hreint skyr með próteininu mínu. Á æfingu er ég nánast alltaf í hlýrabolum og hlaupabuxum frá nike eða under armour – og mér líður vel þannig.  Ég fer að upp í rúm öll kvöld á milli 11 og 12, stundum fyrr.

Þegar ég horfi á breytinguna á lífstílnum mínum, þá spyr ég mig stundum hver raunverulegur sigurvegari er? Og hver verðlauninn eru? Er sigurvegarinn sá sem að dómnefnd velur? Eða eru ekki allir sigurvegarar sem skora á sjálfan sig og ná þeim markmiðum sem þeir settu sér, sama hvort þeir séu í besta forminu uppi á sviði eða ekki? Eru verðlauninn bikar eða verðlaunapeningur? Eða eru raunverulegu verðlauninn þroski og aukið sjálfstraust? Ég veit mjög vel að það eru eflaust margir sem hugsa að ég eigi ekki sjéns í þessa keppni, ég sé ekki nógu mössuð, sé of feit þarna, ekki nóg svona eða hitt. En mér er í raun alveg sama, ég geri mitt besta – betra get ég ekki gert í þetta skiptið. En ég mun leggja hart að mér til að bæta það og gera betur í framtíðinni. 

- Ágústa Íris

7 comments:

  1. Nákvæmlega þetta sem ég var að segja við þig í kommenti við síðustu bloggfærslu. Hvernig sem þessi keppni fer er þinn sigur unninn nú þegar. Stóra afrekið er nefnilega ekki að standa uppi á sviði og pósa fyrir dómnefndina,(þó það sé stórafrek útaf fyrir sig) heldur allur undirbúningurinn, æfingarnar, mataræðið og lífsstílsbreytingin sem fylgir þessu. Það að horfa til baka eftir keppnina og segja við sjálfa þig ,,Ég gat þetta" verður örugglega stórkostleg tilfinning. Gangi þér bara sem allra best á lokasprettinum og mundu það sem ég sagði við þig í gærmorgun. Hlakka rosalega til að sjá þig á fimmtudaginn.
    kv. Pabbi.

    ReplyDelete
  2. Þetta er svakalegur árangur sem þú ert búin að ná og þú lítur rosa vel út. Hlakka til á fimmtudaginn :-)

    ReplyDelete
  3. Allveg sam hvernig fer á sviðinu, hvort sem þú ert með metalíu um hálsinn eða bikkar í hönd, ertu STÓR sigurvegari í þínum og hvað þá okkar augum. Metalían segjir ekki allt heldur hvað þú legur þig hart fram til að ná árangri til að gera þitt besta til að standa upp sem sigurvegari fyrir sjálfan þig. þú getur staðið upp rétt eftir þetta og sagt ég gerði mitt besta og lagði mig alla fram allveg sama hvernig fer...

    If you are going through hell. Don't stop, kepp going....

    ReplyDelete
  4. Ávallt sigurvegari með þessum flotta árangri stelpa :)

    ReplyDelete
  5. ert sko sannarlega sigurvegari í mínum augum :)

    Kv. Ásdís Karen

    ReplyDelete
  6. Ótrúlega jákvætt og hvetjandi blogg! Vel gert og gangi þér GEÐVEIKT vel á mótinu, have fun :D
    Kv. Svava Dögg

    ReplyDelete