Tuesday, March 5, 2013

Smá blogg eftir langa pásu!

Jæja! Það er alveg hægt að segja að ég sé virkasti bloggarinn á landinu, enda alveg að verða komið ár síðan síðasta færsla var skrifuð. Ég á skilið verðlaun fyrir þetta.

Margt hefur gerst á þessu ári (svona fyrir þá sem nenna að lesa). Ég keppti á mínu fyrsta fitness móti í apríl og skemmti mér rosalega vel. Var samt ekki alveg í besta forminu og mörgum hefur eflaust þótt að ég hefði ekki átt heima á sviði eða átt að bíða með að keppa um hálft ár. En ég er fegin að ég gerði það ekki af því að þetta fer bara beint í reynslubankann og það verður gaman að bæta við hann og gera betur en síðast.
 (Mynd eftir Kristján Frey Þrastarson)

Eftir mótið þyngdist ég eins og eðlilegt er og náði að byggja upp smá vöðvamassa. Ég byrjaði svo að kötta aftur í byrjun desember undir leiðsögn Konna einkaþjálfara í laugum (www.ifitness.is). En ég er að stefna á mitt annað mót núna eftir rúmmar 3 vikur. Köttið hefur verið bæði auðveldara og erfiðara en í fyrra. Fyrstu vikurnar voru lítið mál og eiginlega bara skemmtilegar, síðan tók við erfiði parturinn - sem fer vonandi að klárast fljótlega. En eins og lífið er þá koma alltaf erfiðir dagar og svo aðeins auðveldari dagar - og það gildir held ég um alla, sama hvort maður sé að keppa í fitness eða ekki.

(Ein árangursmynd sem kærastinn minn tók á æfingu 8 vikum fyrir mót.)

Ég hlakka voða mikið til að fara á svið aftur og vonast eftir að ná sem mestum bætingum. Hef ekki verið dugleg að pósta árangursmyndum en það er aðalega vegna þess að mér finnst það alltaf pínu kjánalegt að pósta sjálfsmyndum í óhóflegu magni - ætla samt að reyna að vera aðeins duglegri, bæði til að hvetja sjálfan mig og til að leyfa vinum og kunningjum að fylgjast með.

En ég læt þetta duga í bili, reyni að henda í eitt blogg fljótlega.

- Ágústa Íris

No comments:

Post a Comment