Wednesday, June 12, 2013

Smá update!

Það verður seint sagt að ég sé duglegasti bloggarinn en ég ætla mér að reyna að verða duglegri. Er komin með virkan aðgang á pinterest og er aðeins farin að "þróa" fatastílinn minn út fyrir þægindarammann (s.s. íþróttafötin og kósýgallinn). Hellingur af flottum og skemmtilegum myndum þar sem ég kem örugglega til með að pósta hér og skrifa aðeins um. Sama gildir um förðun og hár, endalaust mikið af flottum myndum þarna. 

Einnig ætla ég að reyna að vera dugleg við að blogga um skólan, ræktina, fitnessið og heilbrigðan lífstíl.

Eins og staðan er núna þá er ég búin að vera frekar léleg í ræktinni síðan Íslandsmótið var haldið í lok mars. Lenti í ofþjálfunar-veseni, "eftirkeppnisþunglyndi" og þannig leiðindum, svo ég dróg mig svoldið frá allri geðveikinni sem fylgir þessum lífstíl. Sakna þess samt svoldið að vera að kötta og lifa svona ótrúlega skipulögðu lífi - þó svo að það hafi stundum verið að gera mann geðveikan, en það er skemmtuninn við þetta. Að ögra sjálfum sér og standa við markmiðinn sín er bara ólýsanlega góð tilfinning.


Hlakka rosa mikið til að komast aftur í svona form, hvort sem ég keppi aftur eða ekki. En það þarf víst að hugsa um andlegu heilsuna líka til þess að líkamlega heilsan fylgi eftir. En góðir hlutir gerast hægt og ég er byrjuð að geta mætt aftur og tekið léttar og stuttar æfingar, svo það er ekki langt í að ég fari í "full-on" ræktargeðveiki aftur og með réttum ræktarfélaga verður það bara stuð.

Síðustu daga hef ég verið að horfa á þætti sem heita Hart Of Dixie og ég verð að viðurkenna að þeir komu mér skemmtilega á óvart. Ég kláraði seríu 2 í gærkvöldi og ég get sko ekki beðið eftir næstu seríu. Mæli hiklaust með þessum þáttum, svo mikið uppáhalds!


Annars held ég að ég segi þetta gott í bili, ætla að drífa mig á æfingu og svo reyna að læra e-h í dag og taka til, blogga svo fljótlega aftur. 

P.S. er svoldið að fikta mig áfram með lúkkið á síðunni, reyna að gera þetta svoldið "Ágústu-legt", endilega segið mér hvað ykkur finnst.

- Ágústa Íris

1 comment:

  1. Tad er kominn mikill agustufylingur yfir thessari sidu. Thu stendur thig sem hetju. :)

    Kv. Tinna :*

    ReplyDelete