Tuesday, June 18, 2013

Is it summer yet?

...nei veistu, það er eitthvað að láta bíða eftir sér. Vona samt að ég þurfi ekki bíða mikið lengur, mig langar í tan og smá lit í hárið. En á meðan ég bíð þá læt ég mig dreyma um útlönd, sólina, strendur, sundlaugarbakkann og stóru verslanirnar. Úff... mig langar of mikið!


En jæja, "back to reality". Ég er svoldið búin að vera að skoða föt síðustu daga og vikur og farin að hugsa um að mig langi svoldið að fara að ganga í einhverju öðru heldur en bara íþróttagallanum. Það sem hefur vakið sérstakan áhuga hjá mér eru svona léttir sumarlegir jakkar. Er alveg ástfanginn af þeim og ætla klárlega að næla mér í allavega einn svoleiðis í sumar.



Svo flott og sumarlegt. Virkar við svo margt, sama hvort þa séu gallabuxur eða léttur sumarkjóll, þetta klikkar bara ekki.

Aðrar flíkur sem ég hef svoldið verið að skoða eru m.a. stuttermabolir sem girtir eru ofan í stuttbuxur. Ég hef aldrei heillast af þessu lúkki og alltaf fundist það frekar púkalegt, en ég er svona aðeins farin að sjá þetta öðruvísi. Ég fékk ljósar gallastuttbuxur úr H&M um daginn og er farin að hlakka til að finna einhvern skemmtilegan skæran og sumarlegan bol til að vera í við stuttbuxurnar. 



Svo eru það elsku Nike Free Run+ 3 skórnir. Þeir eru bara mesta snilldin. Ég fjárfesti í mínu öðru pari fyrr í mánuðinum og ég bókstaflega elska þá. Nota þá í allt og við allt. Gallabuxur, leggings og íþróttabuxur.


Svo fallegir!!

En jæja, ég held ég segi þetta komið gott í bili.

- Ágústa Íris

No comments:

Post a Comment