Sunday, July 21, 2013

Íslandsmót Vs. Bikarmót?

Alltaf segist ég ætla að verða duglegri að blogga, en samt virðist alltaf ætla að vera rosa erfitt að standa við það - þó svo að ég hafi í raun alveg nóg að blogga um. Þarf að fara að bæta mig í þessu.

Eins og flestir hafa tekið eftir í kvöld/dag þá er stóra gula skrímslið búið að láta sjá sig í dag og á víst eftir að vera í smá heimsókn alla þessa viku, og ekki er það verra að ég eigi að vera í fríi frá þriðjudegi til fimmtudags. Ætla sko að reyna að nýta tíman extra vel og fara í sund, taka útiæfingar (sem fer að detta í að vera nýjasta æðið mitt) og reyna að draga Dóra með mér út að slá nokkra bolta. Höfum farið tvisvar sinnum í golf núna í sumar og mér líkar bara mjög vel, verst að sumarið hefur ekki beint verið að gera mikið fyrir okkur, en það verður vonandi betra á næstu vikum.


En yfir í annað...
Síðustu daga hef ég rosa mikið verið að velta fyrir mér hvort ég eigi að keppa í nóvember eða hvort ég eigi að bíða, byggja upp og hoppa svo á svið á Íslandsmótinu í mars/apríl (það yrði þá þriðja Íslandsmótið mitt, en ég hef aldrei keppt á Bikarmótinu). Ég er komin með nokkur (misgóð) rök fyrir báða möguleikana svo ég stend alveg á gati. Það eru ekki nema 16 vikur í mót (að mér skilst) og ef ég ákveð að keppa þá þarf ég heldur betur að fara að byrja þennan mótsundirbúning. Erfitt val.


Þetta var bara svo ólýsanlega skemmtilegt og góð tilfinning að maður verður alveg húkkt! Hinsvegar verð ég líka að taka með í dæmið að ég datt niður í mikið "eftir-keppnisþunglyndi" vikurnar eftir mót (mun blogga um það fljótlega) og ég er einfaldlega ekki viss um að hausinn sé orðin nógu sterkur aftur, en það mun vonandi koma í ljós mjög fljótlega. 

"What doesn´t kill you makes you stronger!"

Svo er maður auðvitað með drauma um hitt og þetta í þessum fitness heimi og það er kannski svoldið að hafa áhrif á þessar pælingar líka.  Svo má ekki gleyma öllum kostnaðinum, tímanum og vinnunni sem fer í þetta. En maður fær það svo margfalt til baka.

Mörgum finnst köttið sjálft hundleiðinlegt og leggur þetta á sig bara fyrir keppnisdaginn. Ég er ekki alveg á þeirri skoðun. Ég elska köttið, elska undirbúninginn og auðvitað keppnisdaginn sjálfan. Eins og staðan er núna þá finnst mér það rosa leiðinlegt að ég sé ekki að byrja að kötta eins og svo margar stelpur sem ég þekki, nema kannski maður taki bara svona míní-kött bara til þess að koma sér almennilega í rútínuna og komast í aðeins betra form, þó maður sé kannski ekki beint að stefna á sviðið strax? 

Væri nú alveg til í að setja þennan bossa sem markmið líka... En það tekur allt saman tíma :)



Úff, ég er ringluð á öllum þessum pælingum - ég hef bara ekki hugmynd um hvað ég ætla/ætti að gera.

En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, blogga vonandi fljótlega! 

- Ágústa Íris

No comments:

Post a Comment