Friday, July 26, 2013

UnderArmour himnaríki með dass af bleiku!

Ég og fatabúðir erum ekki beint bestu vinir í dag. Ég er á einhverju fataflippi og mig langar bara í endalaust mikið af fötum og er að sjá alltof mikið af stöffi sem mér finnst töff - sem gerist nú ekkert alltaf.

Ræktarfötin eru þó alltaf númer 1,2 og 3, enda er það sú tíska sem ég þekki best.

Í vinnunni í dag vorum við svo heppinn að fá að taka á móti nýju Under Armour haust-sendingunni. Ég verð nú að vera alveg hreinskilin og segja að ég var ekkert alltof hrifin af síðustu sendingu frá þeim, fannst litirnir frekar leiðinlegir og var ekki alveg að fýla "púffið" sem var á sumum buxunum hjá þeim. Ég hugsaði að þeir væru kannski ekki alveg jafn frábærir og ég hafði alltaf haldið en neinei... Nýja sendinginn.... Úff. Mér leið eins og ég hefði dáið og farið til himnaríkis - and it is B-E-AUTIFUL.
Mig langaði bara í ALLT!

Storm gear hettupeysan mín sem ég elska svo mikið kom í öðrum litum og ég bara verð að eignast hana. Hún kom m.a. í þessum gráa lit með bleiku fallegu under armour merki. Svo fallegt! <3



Svo voru auðvitað hellingur af öðrum bolum, buxum og peysum sem ég varð alveg heilluð af - en þessa peysa á hug minn allan þessa stundina.

Næstu vikurnar geri ég ráð fyrir að allar helstu líkamsræktastöðvar fyllist af litlum bleikum Under Armour klæddum ræktardurgum í takt við það að búðirnar tæmast. Enda ekkert skrítið, Under Armour eru án efa með betri íþróttafötunum á markaðnum í dag. Hérna koma 2 dæmi um mínar uppáhalds flíkur.


Victory Tank - Uppáhalds bolurinn minn sem kemur í svo og svo mörgum litum, alltaf flottur. Sjálf á ég 3 stk og get ekki beðið eftir að eignast fleiri skemmtilega liti.


Cold gear tight Compression - Uppáhalds æfingarbuxurnar mínar. Er búin að eiga mínar síðan haustið 2011 og ég bara fæ ekki leið á þeim. Alltaf jafn þæginlegar. Á örugglega eftir að fá mér þessar aftur.

En jæja, ég ætla að segja þetta gott í bili, föstudagskvöld og maður ætti kannski að gera eitthvað meira spennandi heldur en að hanga heima í tölvunni.

- Ágústa Íris

No comments:

Post a Comment