Eins og áður hefur komið fram í þessu mjög svo virka bloggi mínu þá lifi ég mjög extreme lífstíl, tengdan við fitness. Ég hef keppt tvisvar sinnum í módelfitness hér heima og náð, að mér er sagt, bara ágætis árangri. Eftir síðasta mót sem ég keppti á þá lenti ég hinsvegar í því veseni að hausinn fór í rugl eftir mót, og ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá var 14 vikna kött dans á rósum miðað við vikurnar sem komu eftir mót.
Íþróttafatalota apríl 2012
Bikinílota apríl 2012 (ég vinstra megin í bakgrunn)
Eftir-keppnis-þunglyndi var eitthvað sem ég hafði kynnt mér aðeins fyrir mitt fyrsta mót og þekkti því helstu einkennin, og var ég ekki lengi að átta mig á í hvað stemdi þegar fyrsti skellurinn kom. En það að koma sér á rétta braut er oft langt frá því að vera auðvelt. Ég hætti að æfa eftir mót, fannst allt sem tengdist hreyfingu hundleiðinlegt, fékk leið á öllum mat - hollum og óhollum, svaf illa, missti allan metnað fyrir lífinu o.s.frv.
En í myrkrinu er alltaf ljós, og ljósið mitt var þjálfarinn minn sem tók eftir því að ég væri hætt að mæta og væri ekkert búin að láta sjá mig í nokkrar vikur. Hann hafði samband við mig og tók mig á tal til að tékka á stöðunni á mér og sjá hvort að það væri ekki allt í lagi með mig - sem að var vissulega ekki.
Eftir að hafa talað við þjálfara um þessi vandamál mín komst ég að því að ég er ekki aumingi fyrir það að finna fyrir þessum einkennum eftir mót. Ég er ekki sú eina sem missti mig í sukkinu og bætti á mig eftir mót. Og ég er sko alls ekki sú eina sem er að ströggla við vikurnar eftir mót. Af einhverjum ástæðum var ég mjög dugleg við að rakka sjálfan mig niður fyrir það að finna fyrir ofþjálfunareinkennum, þunglyndi, endalausri matarlyst og engri sjálfstjórn þegar kæmi að mataræðinu.
Ég hélt að flottustu og virtustu keppendurnir lentu bara ekki í svona löguðu og kannski væri þessi lífstíll ekki fyrir mig vegna þess að ég væri bara einfaldlega ekki nógu sterk.
Íþróttalota mars 2013
Bikinílota mars 2013 (Ég í bláa bikiníinu, nr 74.)
Eftir að þjálfarinn minn sagði að ég ætti að hafa það hugfast að þetta væri tímabil, þetta liði hjá og ég væri sko alls ekki ein, þá róaðist ég aðeins niður. Stuttu seinna leið tímabilið hjá. Og ekki nóg með það. Margir hafa heyrt "klisjusetninguna What doesn't kill you makes you stronger, það á svo sannarlega við um þetta. Ég hef bara aldrei fundið fyrir jafn miklum ákafa, metnaði, hvatningu og áhuga.
Eins og staðan er núna þá er ég enþá að vinna í mínum málum með góðum árangri, og ég get sko sagt það að ég er langt frá því að vera búin. Þessi lífstíll tekur á öllu sem þú átt, andlega og líkamlega, en hingað til hef ég fengið þetta margfalt til baka. Ég er ekki sama manneskja og ég var fyrir 2 árum og er ég gífurlega þakklát fyrir það. Þetta sport hefur kennt mér aga, sjálfsöryggi, sýnt mér að ég get allt sem ég ætla mér. Og þrátt fyrir erfiða tíma, þá er þetta ekki eitthvað sem ég hefði viljað sleppa.
Markmiðin sem ég hef sett mér eru há og það verður erfitt fyrir mig að ná þeim, ég mun gera mitt allra besta, leggja allt undir - og ég mun ná þeim og gott betur en það.
Vona að það séu fleiri keppendur sem eru heppin með þjálfara eins og ég, því án hans væri ég örugglega enþá undir sæng í vonleysinu.
- Ágústa Íris
hver er þjálfarinn þinn :)?
ReplyDeleteVar í þjálfun hjá Konna í undirbúningi fyrir mótið :)
ReplyDeleteÆttir bara að vera endalaust stolt af sjálfri þér, ert flott stelpa.
ReplyDeleteEkkert smá flottar bætingar þarna á milli móta.
Gangi þér bara vel með áframhaldið.
Ekkert smá flott blogg hjá þér elskan!:*
ReplyDelete