Mínir nánustu vita að ég "skrapp" til Danmerkur í heimsókn til Odds og Önnu bróður Dóra í síðustu viku. Og ég missti mig smá í verslunaræðinu. Fór m.a. í H&M, Vera Moda og ekki má gleyma elsku uppáhalds MAC. Eftir nánari rannsókn þá komst ég að því að það á ALLS EKKI að kaupa snyrtivörur á Íslandi. Vörurnar í MAC eru miklu ódýrari í Danmörku heldur en hér á íslandi, og svo eru þær enþá ódýrari í Bandaríkjunum. Svo héðan í frá mun ég versla mínar snyrtivörur erlendis.
Síðan ég fór í MAC búðina úti er ég búin að vera með förðunaræði, og er minn helsti draumur þessa stundina að fara í förðunarskóla um leið og tækifæri gefst. Hlakka svo til að eignast fleiri snyrtivörur til að prufa að mixa saman og læra smá um hvernig þessar vörur virka saman, hvað er flott og hvað ekki.
Ég er svo ánægð með vörurnar sem ég keypti að ég svíf um á bleiku skýji, langar bara alltaf að vera fín og flott máluð - og er að elska það!
MAC Face and body foundation
Þunnt meik í vökvaformi. Hef notað þetta í 2 ár núna og mér finnst það alltaf jafn gott. Það sem mér finnst best við það að það er alltaf hægt að bæta á, ef þú vilt "lúkka" dekri þá seturðu bara meira. Hef líka heyrt að þetta sé notað mikið í myndatökum og í bíómyndabransanum af fagfólkinu - svo að það hlýtur nú að vera gott.
MAC Cremesheen lipstick Pink Pearl Pop
Ég hef aldrei verið mikið þessi "varalita-týpa" og átti bara einn varalit, sem er frekar skær og virkar ekki beint við "hversdags-lúkkið". Þessi er hinsvegar meira hlutlaus og lítur rosalega vel út við hvað sem er. Svo er hann líka svo rosalega fallega bleikur!
MAC Pressed Pigments Rock Candy
Þessi augnskuggi er úr tímabundinni línu sem heitir Pressed Pigment og kom núna í haust. Liturinn er svona fallega bleikur en virkar meira bara eins og bleikt glimmer þegar hann er komin á andlitið. Ótrúlega fallegur og skemmtilegur litur.
MAC Lightful Moisture creme
Dagkrem úr tímabundinni línu sem á að jafna út húðlitinn og gera húðina "bjartari". Rugl góð lykt af þessu kremi, og ekki má gleyma að umbúðirnar eru frekar töff. Væri alveg til í að eiga allar vörurnar í línunni.
Svo keypti ég eitthvað meira, en ég blogga kannski bara um það seinna, þegar ég er búin að læra aðeins betur inná þessar vörur. Er orðin alltof spennt fyrir þessu og youtube er orðin minn besti vinur, alveg ótrúlegt hvað það er mikið af make-up myndböndum þar - og mörg alveg nokkuð góð.
En jæja, þangað til næst...
Kv. Ágústa Íris Snyrtivörusjúklingur!
No comments:
Post a Comment