Monday, September 30, 2013

Meistaramánuður 2013!

Ég veit að maður ætti ekki að líta á þennan meistaramánuð sem eitthvað öðruvísi mánuð, maður ætti að leggja jafn hart að sér alla 12 mánuðina á árinu ef maður. En þó svo að þetta sé frekar kjánalegt, þá er samt rosalega gaman að þessu. Ég ætlaði mér að taka þátt í fyrra en stóð mig ekkert alltof vel, en núna ætla ég "all in" í þetta. Ég talaði við Konna í kvöld og fer í mælingu hjá honum á morgun. Ég setti mér það markmið að komast niður í X prósentu fyrir lok mánaðarins og ef það gengur eftir er ég á mjög góðum stað þegar kemur að kötti fyrir Íslandsmeistaramótið. Miklar bætingar í gangi og ég bókstaflega get ekki beðið eftir að byrja að kötta aftur. 

Fyrri myndin er tekin í byrjun mars, sú seinni í síðustu viku. Nokkuð sátt með árangurinn! :)

Mr. Olympia var haldið í Las Vegas um helgina og auðvitað fylgdist ég með því. Horfði á Bikini flokkinn á föstudagskvöldið og ég verð að viðurkenna að mér finnast margar af stelpunum hérna heima ekkert síðri en þær sem eru að keppa á þessum stóru Pro mótum úti. Stelpan sem vann var samt rosa flott, en ég bjóst kannski við því að sigurvegarinn yrði kannski með aðeins meiri vöðvamassa - samt alveg rosalega flott stelpa. Flokkurinn var samt mjög sterkur og mikið af rosalega flottum keppendum. Ég veitti því samt athygli að margar af þeim sem eru þekktastar í þessum flokki kepptu ekki og hinar sem kepptu, komust ekki í topp 3. Það er greinilega e-h verið að endurskoða eftir hverju er leitað í þessum flokki, svo það verður gaman að fylgjast með hvernig mótin í vetur eiga eftir að fara.

Ashley Kaltwasser sigurvegari í bikiniflokki á Mr. Olympia 2013.

Í figure-flokki vann mín uppáhalds, Nicole Wilkins. Hún er bara flottust. Ég hef haldið upp á hana síðan ég sá hana fyrst á coveri á FitnessRx sumarið 2011. Hún er bara með þetta fullkomna figure lúkk, að mínu mati. Ég skil samt ekki alveg hvað hún var að spá með þessu bikiníi - mér finnst það alveg skelfilegt! haha!

Nicole Wilkins, 3x Mr. Olympia figure sigurvegari.

Annars ætla ég ekki að hafa þetta mikið lengra í bili, hlakka til að sjá bloggið frá Alexöndru um Mr. Olympia, en hún hefur verið dugleg að blogga um mótið síðustu ár. Mæli með að þið tékkið á því :)

- Ágústa Íris

No comments:

Post a Comment