...á kannski alltof vel um mig. Ég er alltaf að láta mig dreyma um hina og þessa hluti. Föt, drauma-vinnuna, draumamenntunina, hluti (þessi iphone kallar alltaf jafn mikið á mig) og auðvitað framtíðar húsið!
Það að hafa horft á endalaust af stelpumyndum, 5 seríur af 90210 og Gossip Girl og eitt of miklum tíma á pinterest hafa kannski ekki alveg gefið mér raunhæfa mynd af drauma húsinu. En hvað um það... þetta eru bara draumar!
Ég held að fáar stelpur myndu mótmæla því að eiga "Walk-in-closet" fullan af fínum fötum, skóm og aukahlutum.
Smá svona prinsessu-stíll á þessu, alltof kósý!
Það er bara svo miklu skemmtilegra að elda í stóru og fallegu eldhúsi...
Finnst þetta rosa töff en myndi samt vilja hafa þetta aðeins öðruvísi hjá mér, t.d. stærra sjónvarp.
Takið eftir sætinu í glugganum...
Hver væri ekki til í að vera með smá sundlaug í garðinum hjá sér?
Svo fínt!!!
Læt þetta duga í bili! Blogga kannski um eitthvað skemmtilegra næst!
- Ágústa Íris
No comments:
Post a Comment