Thursday, January 1, 2015

2014

Þá er þetta blessaða ár loksins búið. Árið 2014 var ekki beint verið mitt besta ár hingað til, enda rosalega margt búið að gerast og breytast hjá mér á síðustu 12 mánuðum. En vegna þess hversu léleg ég var að blogga á árinu þá ákvað ég að taka smá samantekt yfir árið. Ég læt nokkrar myndir fylgja með, en þær eru flestar teknar af Instagramminu mínu.

Í janúar þá lét ég loksins verða af því að drífa mig í förðunarfræði námið sem ég var búin að láta mig dreyma um síðan 2008. Ég byrjaði í Mood Make Up School ásamt nokkrum yndislegum stelpum. Skólinn stóð í 8 vikur og skemmti ég mér rosalega vel. Ég útskrifaðist svo í byrjun mars með Diploma í förðunarfræði.
Við stelpurnar héldum svo uppá útskriftina saman og fórum út að borða og tókum djamm saman.

Útskrift úr Mood MakeUp School.

Eftir förðunarfræðina tók ég örfá verkefni en þar má m.a. telja myndatökur fyrir Söngkeppni framhaldsskólanna sem voru á vegum SagaFilm. Skemmtilegt og lærdómsríkt verkefni sem kenndi mér smá hvernig er að vera á setti.


Í ágúst tók ég svo að mér annað verkefni. Verkefnið var tónlistarmyndband við lagið Dancin’ með Aaron Smith (Hægt er að horfa á myndbandið hér). Myndbandið var tekið upp í Smáralindinni og fékk ég það hlutverk að vera aðstoðarmaður MakeUp Artistans. En það var mín yndislega vinkona, Gunnhildur Birna, sem sá um förðunina við þetta myndband. Þessi upplifun var æðislegt og klárlega eitt af því sem stendur uppúr á árinu. Og er ég endalaust þakklát þessari elsku fyrir að gefa mér þetta tækifæri.

Gunnhildur að farða.
Við á setti í Hagkaup.

Í júní ákvað ég loksins að byrja að æfa fyrir 10 km í Reykjavíkur Maraþoninu sem ég er búin að tala um að gera í mörg ár - en aldrei látið verða af. Ég tók þátt í þrem mismunandi hlaupum og fór nokkrum sinnum sjálf út að hlaupa. Ég viðurkenni að ég hefði alveg mátt vera duglegri en einhverstaðar verður maður jú að byrja. Eftir að hafa farið mína fyrstu 10 km í júlí á mun betri tíma en ég bjóst við þá setti ég mér markmið fyrir Reykjavíkur Maraþonið, sem ég svo náði. Og var það mikill sigur fyrir mig að geta klárað þetta á ágætum tíma.

Ég gjörsamlega uppgefinn eftir mína fyrstu 10 km sem ég tók í Ármannshlaupinu.

Ég ánægð með árangurinn í hlaupinu - og medalíuna mína.

Ekki má gleyma elsku bestu þjóðhátíð - en ég hef ekki látið mig vanta þar síðustu 8 árin. 

Ég og besti í brekkunni.
Karen og Ég í brekkunni á góðri stundu.

Strax eftir þjóðhátíð byrjaði ég svo í “nýrri” vinnu. Eftir 3 ár í Útilíf Í Smáralindinni ákvað ég að flytja mig um vinnustað og byrjaði í Útilíf í Kringlunni.

Í lok ágúst fór ég ásamt 17. þúsund öðrum og hlustaði á Justin Timberlake "rífa þakið" af Kórnum. Þvílíkur performer sem maðurinn er. Ég hef aldrei skemmt mér jafn vel á tónleikum og eftir þessa tónleika er hann án efa einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum.


Skemmti mér svo vel að ég fór heim strax eftir tónleikana til að horfa á þá aftur.

Um mánaðarmótin ágúst september byrjaði ég í fjarnámi við Háskólann í Reykjavík á frumgreinadeild og líkar bara mjög vel. Hlakka rosalega til að takast á við næstu önn, sem verður öðruvísi vegna þess að stefnan er tekin á staðarnám.

Desember fór að mestu leiti í vinnu, æfingar og prófalestur. Undirbúningur fyrir Íslandsmót 2015/Bikarmót 2015 hófst í lok nóvember og munu næstu mánuðir eflaust einkennast af skóla, æfingum, vinnu og enn fleiri æfingum.



En annars held ég að ég láti þetta duga í bili enda er ég búin að stökkva hratt yfir helstu atburði ársins. Eitt af markmiðunum fyrir 2015 er að blása smá lífi í þessa litlu sætu bloggsíðu og segja ykkur frá mínum vangaveltum um daginn og veginn, sama hvort það sé um tísku, fitness eða förðun.

Sjáum til hvernig mér tekst til með þetta markmið!

Að lokum vil ég óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka á sama tíma fyrir liðnar stundir á árinu.

Ágústa Íris

Saturday, March 15, 2014

Söngkeppni Framhaldsskólanna

Ég fékk það skemmtilega verkefni um helgina að farða fyrir myndatökur út af söngkeppni framhaldsskólanna. Keppnin sjálf er þó ekki haldin fyrr en eftir nokkar vikur á Akureyri.


Við vorum 3 stelpur úr MOOD sem fórum í þetta verkefni hjá SagaFilm, 2 úr morgunhópnum og svo ég úr kvöldhópnum. Mjög skemmtileg og góð reynsla sem liggur í því að farða fyrir svona stórt batterí eins og söngkeppnin er. Ég pósta kannski inn myndum með næsta bloggi - annars hvet ég fólk til að horfa á keppnina þetta árið, kannski ég læðist þarna á mynd í nokkur skipti. ;)

- Ágústa Íris

Thursday, March 6, 2014

Förðunarfræði? Tjékk!!!

Fyrir 8 vikum þá byrjaði ég í förðunarfræði í Mood MakeUp School, námið kláraðist í síðustu viku og útskrifast ég með Diploma gráðu í förðunarfræði á morgun! Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og spennandi nám og myndi ég hiklaust mæla með þessu fyrir stelpur sem eru ekki alveg öruggar á því hvert þær vilji stefna í lífinu. Ég kynntist helling af yndislegum stelpum sem mér þykir mjög vænt um í dag - og er planið að halda upp á útskriftina með þeim! Ég viðurkenni alveg að ég er að springa úr tilhlökkun!

Hérna koma inn nokkrar myndir úr náminu og skólanum.


Smá selfie í fashion tíma


Tímabilaförðun eftir mig


Brúðarförðun eftir mig


Smokey förðun eftir mig


Þórey að gera catwalk - mjög skemmtileg útkoma! 


Vinnuaðstaðan mín í skólanum


Helen að leika sér aðeins með tímabilin (og ég þurfti auðvitað að taka selfie)


Litla sárið sem kennarinn gerði á mig í SPFX tímanum


...og svo fékk ég svona fallegt glóðurauga líka.


Selfie með Sylviu (verður maður ekki að eiga nokkrar svona?)

Svo er ég líka búin að vera dugleg að setja myndir af makeupinu mínu á facebook.

En jæja, ég held ég segi þetta gott í bili :)

- Ágústa Íris

Saturday, February 22, 2014

"If it's pink or sparkly? Yes, I want it!"

Að vera stelpa er ekki alltaf góð skemmtun. Gott dæmi er þegar verslanirnar fyllast af nýjum vörum. Ég er í þeirri krísu núna að mér líður eins og mér vanti bara allan heiminn - þó svo að það sé kannski ekki endilega satt þegar upp er staðið.

Þar sem ég stunda ræktina mikið og er mikið fyrir kósígallan rata íþróttafötin því oft ofarlega á listann. Það sem er því efst á óskalistanum núna eru nýju Nike Pro hlýrabolirnir. Þessir bolir eru rosalega þæginlegir og flottir í sniðinu - og svo er litagleðin ekki af verri endanum. 

Þessir tveir eru svona þeir litir sem heilla mig mest.


Ljósbleikur - Þarf ég að segja meira? Þessi litur er klárlega uppáhalds. 



Appelsínugulur - Þessi er rosa flottur og væri æði í sumar.

Mér finnst samt myndirnar ekki sýna alveg rétta liti, en bolirnir hafa ekki þennan gráa tón sem myndin sýnir. 

En jæja, ætla að segja þetta gott í dag, ætlaði bara að henda inn einni stuttri bloggfærslu svona fyrst ég hef ekki bloggað í meira en 2 mánuði.

- Ágústa Íris

Monday, December 23, 2013

Spennandi tímar framundan: Nýr skóli og ný markmið!

Alltof langt síðan ég hef bloggað síðast - enda búið að vera brjálað að gera hjá mér síðustu vikur. En ég ákvað að láta aðeins vita af mér. Mikið í gangi þessa dagana (og búið að vera í gangi síðustu vikurnar) og er ég rosalega spennt fyrir komandi mánuðum.

Svona til að byrja á byrjuninni þá ákvað ég að taka mér aðeins pásu (já, pásu - er ekki hætt) frá FÁ vegna smá "innri ágreinings" á milli mín - og já... mín, og ákvað ég þá að láta 5 ára draum rætast. Planið er að byrja í Mood School of MakeUp núna í byrjun janúar og eyða næstu 8 vikum þar. Ég er svo spennt að ég er að bilast og get ekki beðið eftir að jólin og áramótin klárist svo ég geti fengið að takast á við næstu áskorun. Þetta verður svo gaman.

Ég hef alltaf svoldið verið í "að vera talker" pakkanum, í stað þess að framkvæma hlutina - og ég hata það. Fannst komin tími á að snúa þessu við og ákvað því að slá til. Lífið er alltof stutt og því ætti maður ekki að eyða því í vitleysuna sem fylgir því að vera ekki hamingjusamur.


Næsta mál á dagskrá. Eins og kannski margir vita þá hef ég tekið þá ákvörðun að stefna á mótið í apríl og ákvað að breyta aðeins til og fá Jóhann Norðfjörð IFBB dómara og einkaþjálfara til liðs við mig, og mun hann vera mér til halds og trausts fram að móti. Er búin að vera hjá honum í fjarþjálfun í nokkrar vikur og líkar bara rosa vel. Í þetta skiptið eru aðrar áheyrslur og önnur markmið - get ekki beðið eftir því að byrja niðurskurðinn og rútínuna sem fylgir fitness-lífstílnum. Ég mun vera dugleg að pósta myndum á instagramið mitt fyrir þá sem vilja fylgjast með.

Jóhann Norðfjörð IFBB dómari og Einkaþjálfari

Síðustu vikur hafa einkennst af prófalestri, æfingum og vinnu. Jólaopnun í smáralindinni byrjaði rétt áður en ég kláraði prófin svo ég hef nánast verið að vinna hvern einasta dag síðan ég kláraði prófin - mikið verður það ljúft að komast í laaaaangþráð frí á morgun (auðvitað eftir klukkan 1 - vinnudagur á morgun). 

Jólin verða með smá breyttu sniði þetta árið því í fyrsta skipti mun ég ekki eyða aðfangadagskvöldi með foreldrum mínum og bræðrum á Selfossi. Mér fannst komin tími á að fullorðnast aðeins og eyða kvöldinu með Dóra mínum og fjölskyldunni hans. Mér finnst það pínu skrítið að knúsa ekki pabba og mömmu á morgun kl. 6, en þetta á eftir að vera rosalega gaman.

Fína kæróparið - EKKI í íþróttafötum.


En jæja, ég held ég láti þetta duga í bili, læt vonandi heyra í mér aftur á milli jóla og nýárs.

- Ágústa Íris

Thursday, October 24, 2013

Hello, it's winter wonderland calling...

Þessi kuldi er alveg að fara með mig, það sem ég væri til í að vera einhverstaðar langt langt í burtu í sólinni, liggjandi á sundlaugabakkanum með sólarolíu í einni hendinni og kokteil í hinni - mikið væri það ljúft! En nei. Skólinn og lífið kallar.

Vegna kuldans þá eru elsku nike free skórnir mínir ekki alveg að gera sig. Tók smá pinterest fillerí og datt inn á helling af flottum myndum af svona smá "winter/fall" átfitti. Er alveg heilluð af þessum, víðu peysum, háu stígvélum og ullarsokkum.





Það er bara eitthvað við þetta sem lúkkar svo kósý en samt töff! Ég þarf að fara að finna mér svona fín stígvél!

- Ágústa Íris



Tuesday, October 22, 2013

Ég lif' í draumi...

...á kannski alltof vel um mig. Ég er alltaf að láta mig dreyma um hina og þessa hluti. Föt, drauma-vinnuna, draumamenntunina, hluti (þessi iphone kallar alltaf jafn mikið á mig) og auðvitað framtíðar húsið!

Það að hafa horft á endalaust af stelpumyndum, 5 seríur af 90210 og Gossip Girl og eitt of miklum tíma á pinterest hafa kannski ekki alveg gefið mér raunhæfa mynd af drauma húsinu. En hvað um það... þetta eru bara draumar!

Ég held að fáar stelpur myndu mótmæla því að eiga "Walk-in-closet" fullan af fínum fötum, skóm og aukahlutum.

Smá svona prinsessu-stíll á þessu, alltof kósý!

Það er bara svo miklu skemmtilegra að elda í stóru og fallegu eldhúsi...

Finnst þetta rosa töff en myndi samt vilja hafa þetta aðeins öðruvísi hjá mér, t.d. stærra sjónvarp.



Takið eftir sætinu í glugganum...

Hver væri ekki til í að vera með smá sundlaug í garðinum hjá sér?

Svo fínt!!!

Læt þetta duga í bili! Blogga kannski um eitthvað skemmtilegra næst!

- Ágústa Íris

Monday, September 30, 2013

Meistaramánuður 2013!

Ég veit að maður ætti ekki að líta á þennan meistaramánuð sem eitthvað öðruvísi mánuð, maður ætti að leggja jafn hart að sér alla 12 mánuðina á árinu ef maður. En þó svo að þetta sé frekar kjánalegt, þá er samt rosalega gaman að þessu. Ég ætlaði mér að taka þátt í fyrra en stóð mig ekkert alltof vel, en núna ætla ég "all in" í þetta. Ég talaði við Konna í kvöld og fer í mælingu hjá honum á morgun. Ég setti mér það markmið að komast niður í X prósentu fyrir lok mánaðarins og ef það gengur eftir er ég á mjög góðum stað þegar kemur að kötti fyrir Íslandsmeistaramótið. Miklar bætingar í gangi og ég bókstaflega get ekki beðið eftir að byrja að kötta aftur. 

Fyrri myndin er tekin í byrjun mars, sú seinni í síðustu viku. Nokkuð sátt með árangurinn! :)

Mr. Olympia var haldið í Las Vegas um helgina og auðvitað fylgdist ég með því. Horfði á Bikini flokkinn á föstudagskvöldið og ég verð að viðurkenna að mér finnast margar af stelpunum hérna heima ekkert síðri en þær sem eru að keppa á þessum stóru Pro mótum úti. Stelpan sem vann var samt rosa flott, en ég bjóst kannski við því að sigurvegarinn yrði kannski með aðeins meiri vöðvamassa - samt alveg rosalega flott stelpa. Flokkurinn var samt mjög sterkur og mikið af rosalega flottum keppendum. Ég veitti því samt athygli að margar af þeim sem eru þekktastar í þessum flokki kepptu ekki og hinar sem kepptu, komust ekki í topp 3. Það er greinilega e-h verið að endurskoða eftir hverju er leitað í þessum flokki, svo það verður gaman að fylgjast með hvernig mótin í vetur eiga eftir að fara.

Ashley Kaltwasser sigurvegari í bikiniflokki á Mr. Olympia 2013.

Í figure-flokki vann mín uppáhalds, Nicole Wilkins. Hún er bara flottust. Ég hef haldið upp á hana síðan ég sá hana fyrst á coveri á FitnessRx sumarið 2011. Hún er bara með þetta fullkomna figure lúkk, að mínu mati. Ég skil samt ekki alveg hvað hún var að spá með þessu bikiníi - mér finnst það alveg skelfilegt! haha!

Nicole Wilkins, 3x Mr. Olympia figure sigurvegari.

Annars ætla ég ekki að hafa þetta mikið lengra í bili, hlakka til að sjá bloggið frá Alexöndru um Mr. Olympia, en hún hefur verið dugleg að blogga um mótið síðustu ár. Mæli með að þið tékkið á því :)

- Ágústa Íris

Wednesday, September 25, 2013

MACmanía!

Mínir nánustu vita að ég "skrapp" til Danmerkur í heimsókn til Odds og Önnu bróður Dóra í síðustu viku. Og ég missti mig smá í verslunaræðinu. Fór m.a. í H&M, Vera Moda og ekki má gleyma elsku uppáhalds MAC. Eftir nánari rannsókn þá komst ég að því að það á ALLS EKKI að kaupa snyrtivörur á Íslandi. Vörurnar í MAC eru miklu ódýrari í Danmörku heldur en hér á íslandi, og svo eru þær enþá ódýrari í Bandaríkjunum. Svo héðan í frá mun ég versla mínar snyrtivörur erlendis.

Síðan ég fór í MAC búðina úti er ég búin að vera með förðunaræði, og er minn helsti draumur þessa stundina að fara í förðunarskóla um leið og tækifæri gefst. Hlakka svo til að eignast fleiri snyrtivörur til að prufa að mixa saman og læra smá um hvernig þessar vörur virka saman, hvað er flott og hvað ekki.

Ég er svo ánægð með vörurnar sem ég keypti að ég svíf um á bleiku skýji, langar bara alltaf að vera fín og flott máluð - og er að elska það!


MAC Face and body foundation
Þunnt meik í vökvaformi. Hef notað þetta í 2 ár núna og mér finnst það alltaf jafn gott. Það sem mér finnst best við það að það er alltaf hægt að bæta á, ef þú vilt "lúkka" dekri þá seturðu bara meira. Hef líka heyrt að þetta sé notað mikið í myndatökum og í bíómyndabransanum af fagfólkinu - svo að það hlýtur nú að vera gott.


MAC Cremesheen lipstick Pink Pearl Pop
Ég hef aldrei verið mikið þessi "varalita-týpa" og átti bara einn varalit, sem er frekar skær og virkar ekki beint við "hversdags-lúkkið". Þessi er hinsvegar meira hlutlaus og lítur rosalega vel út við hvað sem er. Svo er hann líka svo rosalega fallega bleikur!


MAC Pressed Pigments Rock Candy
Þessi augnskuggi er úr tímabundinni línu sem heitir Pressed Pigment og kom núna í haust. Liturinn er svona fallega bleikur en virkar meira bara eins og bleikt glimmer þegar hann er komin á andlitið. Ótrúlega fallegur og skemmtilegur litur.


MAC Lightful Moisture creme
Dagkrem úr tímabundinni línu sem á að jafna út húðlitinn og gera húðina "bjartari". Rugl góð lykt af þessu kremi, og ekki má gleyma að umbúðirnar eru frekar töff. Væri alveg til í að eiga allar vörurnar í línunni.

Svo keypti ég eitthvað meira, en ég blogga kannski bara um það seinna, þegar ég er búin að læra aðeins betur inná þessar vörur. Er orðin alltof spennt fyrir þessu og youtube er orðin minn besti vinur, alveg ótrúlegt hvað það er mikið af make-up myndböndum þar - og mörg alveg nokkuð góð.

En jæja, þangað til næst...

Kv. Ágústa Íris Snyrtivörusjúklingur!

Wednesday, August 21, 2013

Spennandi tímar framundan!

Ég á rosalega erfitt með að trúa því að haustið sé að koma og skólinn sé að byrja á morgun. Sumarfríið er búið að líða alltof hratt og eins og oft áður þá var ég ekkert alltof dugleg við að gera eitthvað í fríinu. Náði samt nokkrum sund(tan)ferðum, nokkrum útiæfingum og fór, eins og alltaf, til eyja. Er alveg bara ágætlega sátt með þetta. En þó svo að ég sé alveg búin að eiga ágætt sumar hefði ég alveg verið til í 2-3 vikur í viðbót. En ég fæ víst litlu ráðið um það.


Eini stóri kosturinn við að skólinn sé að byrja er elsku besta uppáhalds rútínan! Ó guð hvað ég hef saknað hennar. Vakna kl. 6, borða uppáhalds hafragrautinn minn og hoppa á æfingu fyrir skóla. Ég skil ekki  af hverju fólki finnst morgunæfingar svona mikið mál, þetta er erfitt fyrst en svo vennst þetta. Eftir skóla/vinnu er maður svo bara rólegur og getur slakað á og dundað sér við að læra. Ekkert stress um að þurfa á ná æfingu fyrir kvöldmat (þeir sem æfa í laugum skilja geðveikina þar). Fólk spyr mig hvernig ég nenni þessu, en hvað get ég sagt... ég elska þetta og ef mér þætti ekki gaman að mæta á æfingar á morgnanna, þá myndi ég ekki gera það.


Ég skrifaði um eftirkeppnisþunglyndi í síðustu færslu, og ég hef fengið alveg all nokkur komment á hana, bæði á facebook og í persónu. Mjög ánægð með það hversu margir lásu hana og ekki var það að skemma fyrir að Konni þjálfari birti þetta á síðu Iceland Fitness á facebook. Mér finnst mikilvægt að keppendur og stelpur sem stefna á sviðið þekki þetta og kynni sér tímabilið eftir mót, því allir geta lent í þessu. Bæði byrjendur og lengra komnir. En þrátt fyrir þetta vesen mitt þá missti ég ekki allt álit á sportinu og stefni nú á annað mót. Stefnan er þó ekki tekin á nóvember enda held ég að hausinn og líkaminn þurfi aðeins meiri hvíld heldur en bara sumarfríið, svo ég set stefnuna á Íslandsmótið. 

Ég fór í fyrstu mælinguna eftir mót í síðustu viku og kom hún bara rosalega vel út og ég gæti ekki verið ánægðari með niðurstöðurnar og spenntari fyrir tímabilinu. Ég byrja á nýju matar og æfingarprógrammi á föstudaginn frá Konna og ég er bókstaflega að fara yfirum af tilhlökkun. Finnst ótrúlegt að geta verið svona spennt fyrir æfingarprógrammi, en það eru bara ekki til orð yfir það hversu mikið ég elska það að mæta á æfingar og gera mitt besta til að bæta mig. Ég er rosalega ánægð með þann árangur sem ég hef náð og hef því fulla trú á að ég geti náð enþá betri árangri, sem ég mun gera með hjálp þjálfara og stuðningi frá fjölskyldu og vinum. Ég ætla mér að reyna að vera dugleg að taka myndir og skrifa um það sem er að gerast hjá mér í undirbúningnum svo hægt verður að fylgjast með hér á síðunni.


En ég get víst ekki haft þetta lengra í bili. Þarf að drífa mig að fara að sofa, því að er æfing og skóli eftir ekki svo marga klukkutíma.

- Ágústa Íris